joomtrans screenshotAN Lausnir býður upp á íslenskan tungumálapakka fyrir þá vefi sem hýstir eru hjá okkur.  Við setjum hann upp ókeypis á þá vefi sem við búum til og höfum umsjón með.  Þeir sem hafa áhuga á að fá pakka fyrir sína vefi, geta sent okkur línu.


Til þess að auðvelda þá vinnu höfum við skrifað ýmis tól til að aðstoða okkur við þýðingu, pökkun og uppsetningu.


bakvinnsla screenshotVið höfum mikla reynslu í samkeyrslum á milli kerfa.
Oftast eru þær lausnir útfærðar með vefþjónustum, bakvinnslum/service og tasks í windows stýrikerfum.
Slíkar lausnir eru þó ávalt sniðnar að því umhverfi sem kúnninn er að nota hverju sinni.
Við höfum skrifað mikið af samkeyrslum milli okkar eigin vefkerfa, Sharepoint, OneSystems, Dynamics NAV og IXP öryggiskerfis sem dæmi.


Við höfum skrifað tengingar við greiðslugáttir, til dæmis B2B gátt Landsbankans sem gerir kúnnum okkar kleift að stofna kröfur á sína kúnna beint úr sínum kerfum.
Einnig höfum við útfært skil fyrir tenginar við greiðslugáttir, t.d. til Borgunar, til að kúnnar geti unnið með kortagreiðslur.